Um þessar mundir eru 180 ár síðan rekstur bókasafns hófst í Borgarfirði, en elsta safnið, sem vitað er um er Hið J. Möllerska bókasafn og lestrarfélag sem stofnað var í Hítardal 1832 og var í fullu starfi 1836 og er starfrækt fram til 1882 (síðast í Stafholti) að önnur lestrarfélög taka við.  Arftaki þeirra er Héraðsbókasafn Borgarfjarðar sem hefur starfsemi árið 1956. Starfssvæði þess var lengst af hið sama og hins Möllerska bókasafns, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla. Við sameiningu sveitarfélaga árið 2006 bættist Kolbeinsstaðahreppur við það svæði sem safnið þjónar.