Collingwoodmyndin okkar góða af Guðrúnu litlu á Gilsbakka, máluð 1897, er nú í New York. Hún var lánuð þangað með góðfúslegu samþykki gefenda á sýningu Þjóðminjasafns Íslands og Einars Fals Ingólfssonar í Scandinavia House sem standa mun fram í janúar. Í sýningunni mynda ljósmyndir Einar Fals skemmtilega sjónræna upplifun úr nútímanum þar sem þeim er stillt upp sem staðarlegri hliðstæðu við vatnslitamyndir meistarans frá lokum 19. aldar. Við hlið myndarinnar af Guðrúnu er ljósmynd af Steinunni Ólafsdóttur langömmubarni hennar á Gilsbakka. Sýningin hefur vakið athygli og fengið jákvæða umfjöllun. Sjá með því að smella hér.