Sýningar í Safnahúsi eru opnar alla daga í sumar frá 13-17, en bókasafnið er opið alla virka daga frá 13-18. Sýningarnar í Safnahúsi eru þessar:

 

Börn í 100 ár - sýning sem byggist upp á ljósmyndum sem segja sögu Íslands á 20. öld út frá lífi barna í landinu á þessum tíma. Sýningin hentar frábærlega fyrir börn - á öllum aldri.

 

Sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar frá Signýjarstöðum. Viðfangsefnið er mannlíf og staðir í Borgarfirði og á Mýrum fyrir miðja 20. öld.

 

Sýning um afburðamanninn sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka.