Í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sigríðar Beinteinsdóttur frá Grafardal en hún bjó lengst af á Hávarðsstöðum í Leirársveit. Sigríður var ein af skáldmæltu systkinunum frá Grafardal, sú fjórða í röð átta systkina barna hjónanna Beinteins Einarssonar og Helgu Pétursdóttur sem bjuggu í 20 ár í Grafardal en síðar á Geitabergi og á Draghálsi.
Þann 28. apríl síðastliðin fagnaði Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir prófessor 85 ára afmæli sínu.
Þuríður fæddist á Steinum í Stafholtstungum 28. apríl árið 1927, langyngst fimm barna hjónanna Kristjáns Franklíns Björnssonar bónda og smiðs og konu hans Jónínu Rannveigar Oddsdóttur. Í uppvexti Þuríðar var heimilið á Steinum mannmargt og meðal annars náði hún í „skottið“ á baðstofulífi en í húsinu var stórt herbergi í risi, baðstofan.