Út er kominn 12.árgangur Borgfriðingabókar sem er ársrit Sögufélags Borgarfjarðar en bókin hefur komið út samfellt síðan 2004 en á árunum 1981-1984 komu út 4. árgangar í þremur bindum.  Í Ritnefnd bókarinnar sátu Snorri Þorsteinsson formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir og Sævar Ingi Jónsson.  Bókin í ár er sú stærsta í blaðsíðum talið sem út hefur komið alls 286 bls. enda efniviðurinn nægur í héraði.  Forsíðumyndina tók Sigurjón Einarsson en hann á fleiri fuglamyndir í bókinni en sú hefð hefur skapast síðustu ár að einn ljósmyndari úr héraði kynnir sig og myndir sínar.  Bókin verður meðal annars til sölu á Héraðsbókasafninu og kostar 4000 kr.  Er það liður í góðum samstarfsvilja starfsfólks Safnahúss og Sögufélags.