Þorsteinn Þorsteinsson fræðimaður frá Húsafelli kom í Safnahús í gær ásamt konu sinni Eddu Emilsdóttur.  Þau hjónin skoðuðu m.a. sýninguna um sr. Magnús Andrésson sem var ömmubróðir Þorsteins. Einnig færðu þau Byggðasafninu góðar gjafir, fjögur merk úr frá fyrri hluta 20. aldar. Hér má sjá tvær myndir, á annarri eru þau Edda, Þorsteinn og Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður að skoða gögn, en á hinni má sjá úrin fjögur í öskju.