Á morgun þann 14.apríl heldur Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi Bókasafnsdag.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar tekur að sjálfsögðu þátt í þessu sameiginlega átaki og af því tilefni útbjó starfsfólk Safnahúss glærusýningu þar sem sýnt er lítið brot af því fjölbreytilega og merkilega efni sem finna má á safninu, en aðsóknin hefur raunar verið mjög góð síðustu ár.  Fartölvu hefur verið komið fyrir við afgreiðsluborðið þar sem glærusýningin mun ganga þennan dag og jafnvel lengur.