Í gær var fyrsti dagur sýningar á verkum Birgis Björnssonar og var opnunin ágætlega sótt. Meðal þeirra sem komu var Jón Marinó sonur Birgis, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ. Kom hann með nokkrar myndir sem hann lánaði til viðbótar á sýninguna. Meðfylgjandi mynd var tekin af fjölskyldunni við opnunina ásamt fulltrúum körfuboltadeildar Skallagríms, en deildin fær allan ágóða af þeim verkum sem seljast.