Í gær var fyrsti dagur sýningar á verkum Birgis Björnssonar og var opnunin ágætlega sótt. Meðal þeirra sem komu var Jón Marinó sonur Birgis, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ. Kom hann með nokkrar myndir sem hann lánaði til viðbótar á sýninguna. Meðfylgjandi mynd var tekin af fjölskyldunni við opnunina ásamt fulltrúum körfuboltadeildar Skallagríms, en deildin fær allan ágóða af þeim verkum sem seljast.

Gestir við opnunina höfðu margir á orði hvað myndirnar væri góðar og að þessi tómstundaiðja Birgis hefði verið fáum kunnug.

 

Myndin var tekin við opnunina og þar eru frá vinstri: Helga Halldórsdóttir og Kristín Valgarðsdóttir frá körfuboltadeildinni og Jón Marinó Birgisson ásamt  konu sinni Herdísi Rós og Heiðdísi Erlu dóttur þeirra.

 

Sýningin á málverkum Birgis Björnssonar stendur til 14. desember  n.k. Hún er opin alla virka daga frá 13-18 auk þess sem opið verður laugardaginn 11. desember frá kl. 13-17.

 

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed