Sögusýningin Kaupmannsheimilið verður opnuð í Safnahúsi miðvikudaginn 12. maí næstkomandi. Um er að ræða einstakt safn gagna og muna úr eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans og er uppistaðan rausnargjöf sem söfnunum barst fyrir  nokkru.