Opnuð hefur verið sýning á uppstoppuðum fuglum í Hallsteinssal. Um er að ræða uppstillingu vegna flokkunarvinnu við Náttúrugripasafnið og verður sýningin opin fram að páskum alla virka daga frá kl. 13.00 - 16.00 eða á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi.

 

Á staðnum eru fræðibækur um fugla svo hægt er að spreyta sig á að greina tegundirnar.