Næstkomandi föstudag verður Byggðasafninu fært líkan af Hafborginni sem gerð var út frá Borgarnesi um miðbik síðustu aldar. Þeir Gunnar Ólafsson fyrrv. skipstjóri og Sigvaldi Arason í Borgarnesi hafa með aðstoð góðs fólks á undanförnum tveimur árum gengist fyrir því að skipslíkön tengd útgerðarsögu Borgnesinga fari í eigu Byggðasafnsins.