Það var góð mæting á opnuninni
Síðastliðinn fimmtudag, þann 12. nóvember var opnuð Ljóðasýning 5.bekkja í grunnskólunum í nágrenninu, í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem er raunar í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Þetta er fimmta árið í röð sem Safnahús Borgarfjarðar efnir til ljóðasýningar af þessu tagi, í góðu samstarfi við kennara fimmtu bekkja, og í fjórða sinn sem haldin er sérstök opnunarhátíð.