Mynd: www.leikskald.is

 

Í dag eru 80 ár liðinn frá fæðingu hins ástsæla leikara Flosa Ólafssonar en hann lést sem kunnugt er í lok síðustu viku. 

Flosi ólst upp í Reykjavík og bjó þar þangað til hann flutti ásamt konu sinni, Lilju Margeirsdóttur, í Reykholtsdal í Borgarfirði fyrir hartnær 20 árum. 

Til gamans má geta þess að í ljóðabókinni Borgfirðingaljóð, sem geymir safn ljóða eftir borgfirska höfunda og var útgefin af Hörpuútgáfunni árið 1991, birtist ljóð eftir hinn þekkta rithöfund Jónas Árnason sem bjó einnig í Reykholtsdalnum, um búferlaflutning Flosa, ljóðið heitir Haust og hefur undirtitilinn- Flosi Ólafsson flutti í Reykholtsdal.

 

Norðan frá heimskauti yfir oss dimmuna dregur

veturinn kaldur og argur og ófrýnilegur.

---

Skýbólstrar þéttast og þröngva  sér niður með Oki

landgolan blíða er orðin að andskotans roki.

---

Blóm eru fölnuð og fokin sem hvert annað glingur,

beljurnar leika ekki lengur við hvurn sinn fingur.

---

Oss finnst þó bændunum sumum að bættur sé skaðinn,

lóan er farin, en Flosi er kominn í staðinn.

 

(Borgfirðingaljóð bls: 178)

 

 Hér verður ferill Flosa rakinn í stuttu máli.