Nýtt og glæsilegt bóka- og safnahús var tekið í notkun að Dalbraut 1 á Akranesi s.l. miðvikudag og er fyllsta ástæða til að óska Skagamönnum til hamingju með hversu vel hefur til tekist. Bókasafnið, sem áður var á þremur hæðum að Heiðarbraut 40, er þar með allt komið á eina hæð. Í safnahúsinu er einnig aðstaða fyrir ljósmyndasafn og skjalasafn og góðar geymslur.