Eins og margir hafa eflaust orðið varir við er nú hafin endurbygging svokallaðra Hlíðartúnshúsa í Borgarnesi. Hlíðartúnshúsin eru gömul útihús sem standa á holtinu vestan við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og hafa verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn undanfarna áratugi. Fyrst og fremst eru þau minjar um búsetumótun í Borgarnesi þar sem þeir íbúar sem ekki voru verslunarmenn voru bændur og fluttu búskap sinn að hluta með sér inn í þéttbýlið.