Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17.00 verða alls þrír viðburðir í Safnahúsi. Opnaður verður ljósmyndavefur og ljósmyndasýningin „Rammar“ auk sýningar á teikningum 11 ára drengs, Matthíasar Margrétarsonar, sem heldur nú sína fyrstu sýningu á hinum ýmsu furðuverum.

Ljósmyndasafnið mun sýna myndir sem gefnar hafa verið til safnsins í römmum og ekki hefur verið talin ástæða til að hreyfa við, enda fallegur rammi oft mikilvægur hluti af því hvernig ljósmynd nýtur sín. Sýningin hefur hlotið yfirskriftina „Rammar“ og mun standa til 6. nóvember.