Stór hluti þátttakenda í sumarlestri 2009
Í sumar hafa duglegir krakkar á aldrinum 6-12 ára tekið þátt í sumarlestri á bókasafninu en þetta er í annað sinn sem Safnahúsið stendur fyrir verkefninu.  Í ár tóku 30 börn þátt og lásu þau ríflega 150 bækur.  Verkefninu lauk formlega í gær þegar haldin var sérstök uppskeruhátíð í Safnahúsinu sem heppnaðist með miklum ágætum.