Þessa dagana er verið að leggja nýjan gólfdúk á listasal, skrifstofur og hol í Safnahúsi. Það eru menn frá Sigurði Hanssyni dúklagningarmeistara sem vinna verkið og áætluð verklok eru á morgun. Á meðan á þessu hefur staðið hafa gestir Safnahúss sýnt mikla þolinmæði og skilning á ástandinu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.