Það er ekki úr vegi að birta svolítið meira af kveðskap Þorsteins frá Hamri í tilefni af áðurnefndum tímamótum.  Þá má einnig minna á kynninguna ,, Bíðið meðan hann syngur" í Safnahúsinu sem mun standa næstu vikurnar. Ljóðið sem nú verður birt er minningarljóð um annað borgfirskt skáld, Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu.  Þetta ljóð Þorsteins birtist í ljóðabókinni Fiðrið úr sæng daladrottningar sem út kom 1977 þremur árum eftir andlát Guðmundar, en er hér tekið úr ritsafni Þorsteins sem út kom 1998.