Sigríður Beinteinsdóttir frá Grafardal í Hvalfjarðarstrandarhreppi (nú Hvalfjarðarsveit) lést í vikunni, á 96. aldursári.  Sigríður var fjórða í röð átta systkina sem öll eru nú látin.  Systkinin öll voru skáldmælt og út hafa komið ljóðabækur eftir sex þeirra. Í bókinni Raddir dalsins má finna kveðskap þeirra allra.