Upprennandi lestrarhestar í Leikskólanum Klettaborg
Í marsmánuði síðastliðnum hleypti Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, í góðri samvinnu við Leikskólann Klettaborg, af stað tilraunaverkefninu ,,Bókakoffort handa leikskólabörnum”.  Markmið verkefnisins er að auka aðgengi barna á leikskólaaldri og foreldra þeirra að bókum og hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín. 

Í leiðinni er minnt á bókasafnið og hlutverk þess.

Hugmyndin er sótt til Borgarbókasafns Reykjavíkur en einnig hefur verkefnið verið prófað í leikskólum í Reykjanesbæ með góðum árangri.