Í sumar gafst börnum sem heimsóttu sýninguna Börn í 100 ár tækifæri að gera verkefni tengd sýningunni. Þeim var skipt í 2 aldurshópa; 6-11 ára annars vegar og 12-16 ára hins vegar. Verkefnin voru frekar létt, en þátttakendur þurftu engu að síður að lesa sér aðeins til. Þátttaka var góð í sumar og nú hafa 2 vinningshafar verið dregnir út og vinningar á leiðinni.

 

Edda  Björg Ísberg 10 ára í Reykjavík fær senda bókina Prinsessan á Bessastöðum eftir Gerði Kristný og Eyþór Örn Hafliðason í Kópavogi fær bókina Hetjur eftir Kristínu Steinsdóttur. Vonum að  þau njóti vel um leið og við þökkum þeim og öllum hinum krökkunum fyrir þátttökuna í sumar!

Categories:

Tags:

Comments are closed