Vetraropnun hefur nú tekið gildi í Safnahúsi og gildir fram að 1. maí 2019. Er þá opið sem hér segir:

Grunnsýningar á neðri hæð
Opnar alla virka daga kl. 13.00-16.00. Spyrjist fyrir á bókasafninu og fáið fylgd á sýningarnar. Aðgangseyrir, sjá annars staðar á síðunni.

Sýningar á efri hæð (Hallsteinssalur):
Opið á opnunartíma bókasafns kl. 13.00-18.00.  Nokkrar sýningar eru í salnum á ári hverju, margar þeirra myndlistarsýningar. Ókeypis aðgangur.

Bókasafn
Bókasafnið er opið alla virka daga 13.00 – 18.00 árið um kring.

Héraðsskjalasafn
Héraðsskjalasafnið er opið 13.00 – 16.00 alla virka daga og einnig 08.00 – 12.00 skv. samkomulagi.

Tekið skal fram að húsið er opið á öðrum tímum en ofangreint skv. samkomulagi og leiðsögn veitt.

Sjá nánar um móttöku almennra hópa og skólahópa undir sýningar/hópamóttaka hér annars staðar á síðunni.

Leitið frekari upplýsinga í síma 433 7200 eða sendið bréf á safnahus@safnahus.is.

Verið innilega velkomin í Safnahús – starfsfólk.

Categories:

Tags:

Comments are closed