Fyrirtæki í gamla miðbæ Borgarness tóku sig saman um að hafa aukaopnun í gærkvöldi og bjóða heim gestum. Einnig voru fjölskyldtónleikar haldnir í Borgarneskirkju kl. 20.30 þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson og Sigríður Ásta og Hanna Ágústa Olgeirsdætur komu fram. Samkór Mýramanna fór um bæinn og söng jólalög. Fólk tók vel undir þetta framtak, vel var mætt í fyrirtæki víða um gamla bæinn og kirkjan var þéttsetin á tónleikunum. Í Safnahús mættu tæplega 100 manns þetta kvöld og þökkum við þeim innilega fyrir komuna. Þetta er í fyrsta sinn sem rekstraraðilar í Borgarnesi efna til aðventurölts og það voru Neðribæjarsamtökin sem gengust fyrir framtakinu.

Mynd (GJ): Samkórinn tók lagið á sýningu Bjarkar og Jóhönnu í Hallsteinssal. Stjórnandi kórsins Jónína Erna Arnardóttir er lengst til hægri og Steinunn Pálsdóttir leikur undir á harmonikku. Söngkonurnar til vinstri eru Guðrún Kristjánsdóttir, Björk Jóhannsdóttir og Sigríður Inga Kristjánsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed