Á morgun föstudaginn 15. ágúst verður mikið um dýrðir í Safnahúsi, því þá verður lokum Sumarlestursins þetta árið fagnað, en alls tóku 53 börn þátt í sumar sem er nýtt héraðsmet. Bækurnar sem þessir duglegu krakkar lásu voru um 300, hvorki meira né minna. Uppskeruhátíðin hefst klukkan ellefu og stendur í um klukkustund að venju. Veitt verða viðurkenningar og tilkynnt um vinningshafa í happadrættinu. Boðið uppá veitingar og farið í leiki. Líklegt verður að teljast að Borgarnesmótið í Limbó verði háð einsog undanfarin ár. Alir hjartanlega velkomnir.
Comments are closed