Þann 1. október sl. var haldinn í Iðnó stofnfundur nýs félags sem ber heitið Arfur Þorsteins frá Hamri. Markmið félagsins er að sýna arfleifð Þorsteins ræktarsemi sem og þeim menningararfi sem hann tók í fang sér. Félagið mun standa fyrir ýmsum viðburðum, einkum á ævislóðum Þorsteins, í Borgarfirði og á höfuðborgarsvæðinu. Borgarbyggð styður verkefnið með ýmsum hætti og á Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahússins sæti í stjórn félagsins.
Þann 14. nóvember stendur félagið fyrir Þorsteinsvöku á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og er hún jafnframt einskonar framhaldsstofnfundur félagsins. Að þessu ljóða- og sagnakvöldi koma einstaklingar úr Borgarnesi og Reykjavík. Flutt verða stutt ávörp og lesin valin ljóð skáldsins.
Til máls taka: Guðrún Nordal, Þórarinn Jónsson, Vigdís Grímsdóttir, Theodór Þórðarson, Ástráður Eysteinsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Valdimar Tómasson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Dagskráin hefst kl. 20 og stendur í rúma klukkustund, aðgangur er ókeypis.
Comments are closed