Í morgun var farið með níu muni af byggðasafninu til Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar. Beðið hafði verið um munina vegna fræðslu um Þorrann og martvælaframleiðslu fyrri tíma. Munirnir voru m.a. tvær gerðir af strokkum, trog, ausa og askur auk mjólkurbrúsa. Annar tilgangur ferðarinnar að Kleppjárnsreykjum var að fara yfir eldra skjalasafn skólans með tilliti til þess hvað af þeim gögnum ættu að vistast á skjalasafninu. Það var Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður sem fór yfir þau mál með Valdísi Óskarsdóttur kennara.
Á myndinni eru (frá vinstri) Valdís og Jóhanna við að skoða skjöl. Ljósmynd: Jóna Ester Kristjánsdóttir.
Comments are closed