Næstkomandi laugardag kl. 16.00 opnar ungur Borgfirðingur sýningu í sal Listasafns í Safnahúsi. Þetta er Bjarni Helgason sem er grafískur hönnuður með meistaragráðu í „Media Arts“ frá Kent Institute of Art & Design í Bretlandi.
Bjarni er ættaður frá Laugalandi í Stafholtstungum, alnafni afa síns sem þar býr. Á slóðinni http://bjaddni.com/borgarnes/ má sjá frekari upplýsingar um Bjarna og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og njóta verka hans við þetta eða síðara tækifæri.
Á sýningunni eru 6 prentuð verk í 1.5 x 1 m ljósakössum. Verkin eru unnin á síðustu árum, þau elstu frá árinu 2004 og þau yngstu frá þessu ári. Sýningin verður opin næstu þrjár vikurnar á opnunartíma Safnahúss, sjá www.safnahus.is – ALLIR VELKOMNIR.
Frétt með mynd er af einu verka Bjarna.
Comments are closed