Í fimmta sinn er efnt til til sumarlesturs í Safnahúsi. Sumarlesturinn er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og tímabilið er frá 10. júní – 10. ágúst. Markmiðið er að nemendur viðhaldi og þjálfi lestrarleiknina sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu. Í ágúst verður svo haldin uppskeruhátíð sumarlestursins, en þá koma krakkarnir í Safnahús til leiks og skemmtunar og þiggja viðurkenningar og hressingu.
Bókasafnið er opið alla virka daga frá 13-18, en auk þess eru sýningar í Safnahúsi opnar frá 13-17 alla daga, einnig hátíðis- og helgidaga.
Ljósmynd með frétt: Krakkar kynna sér starfsemi bókasafnsins hjá Sævari Inga Jónssyni héraðsbókaverði. Mynd: GJ.
Comments are closed