Þann 10.ágúst lauk sumarlestri Safnahúss þetta árið.  Alls tóku 30 börn á aldrinum 6-12 þátt og samtals lásu þau 130 bækur.  Prýðisgóður árangur það, þó héraðsmetið sem sett var á síðasta ári væri ekki slegið að þessu sinni.  Þann 14.ágúst var svo árleg uppskeruhátíð haldin í Safnahúsi þar sem farið var í leiki, m.a. var reynt við hinn öldnu íþróttagrein að stökkva yfir sauðalegg, þrátt fyrir fína tilburði gesta tókst engum hið ómögulega.  Að venju var boðið upp á veitingar og viðurkenningar afhentir og tilkynnt um vinningshafa. 

Auk þess fengu allir þátttakendur glaðning frá Tækniborg og lesefni frá Eddu-útgáfu.  Eru þeir krakkar sem ekki komust á hátíðina og enn eiga eftir að fá viðurkenningar sínar að sækja þær einhvern næstu daga á bókasafnið. 

 

Mynd: Björn Ólafur, Anna Katrín, Elinóra Ýr, Valborg Elva og Jökull Jens fylgjast spennt með úrdrætti á vinningshöfum þetta árið.
Mynd: Jóhanna Skúladóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed