Fimmtudaginn 16. apríl 2015 opnaði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra við hátíðlega viðhöfn vefinn einkaskjalasafn.is sem er samskrá yfir einkaskjalasöfn á landinu. Vefurinn er afrakstur samstarfsverkefnis Þjóðskjalasafns, héraðsskjalasafnanna og Landsbókasafns – Háskólabókasafns og vonast er til að með honum batni aðgengi að heimildaflokknum. Rúmlega 5000 færslur eru komnar inn á vefinn, þar af eru 130 frá Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Unnið verður að því að koma fleiri skráningum inn á vefinn. Þjóðskjalasafn Íslands hefur umsjón með vefnum sem það einnig á og rekur.

Categories:

Tags:

Comments are closed