Í kjölfar viljayfirlýsingar menningarmálanefnda Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um samstarf á sviði menningarmála, hafa Bókasafn Akraness og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar gert með sér samkomulag að eigi lánþegi gilt skírteini í Bókasafni Akraness getur hann nýtt sér þjónustuna í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar og öfugt.  Því verður hægt að taka bækur að láni á öðrum staðnum og skila á hinum.

Ársgjald ákvarðast af gjaldskrá bókasafnins í því sveitarfélagi þar sem viðskiptavinurinn á lögheimili. Útlánagjöld, sekt og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. 

Vonast starfsfólk bókasafnanna til þess að þessi aukna þjónusta falli í góðan jarðveg og samstarfið leiði af sér fleiri samstarfsfleti í framtíðinni. 

 

Á myndinni eru Sævar Ingi Jónsson deildarstjóri Héraðsbókasafns Borgarfjarðar og Halldóra Jónsdóttir Bæjarbókavörður á Akranesi að handsala samkomulagið. Gerður Jóhannsdóttir deildarstjóri á Bókasafni Akraness fylgist með.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed