Föstudaginn 9. júní var í tilefni Borgfirðingahátíðar haldin samkoma í Safnahúsinu. Jónína Erna Arnardóttir, formaður menningamálanefndar Borgarbyggðar var kynnir.
Á dagskránni var opnun sýningar á ljósmyndum Guðbjargar Hörpu Ingimundardóttur. Haraldur Jónsson las upp úr bók sinni „Hugrenningur“. Fjögur börn lásu upp ljóð sín sem valin höfðu verið til birtingar í bókinni „Ljóð unga fólksins”. Í Safnahúsinu eru einnig til sýnis myndverk úr rekavið eftir Lúkas Kárason og vettlingasafn Helgu Hansdóttur. Ljósmyndasýning Hörpu, verk Lúkasar og vettlingasafn Helgu verða áfram til sýnis næstu vikur.
Comments are closed