Sigrún Elíasdóttir hefur verið ráðin í starf munavarðar við Safnahús Borgarfjarðar og hefur hún störf 1. ágúst. Sigrún er sagnfræðingur að mennt og stundar meistaranám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður unnið að ýmsum verkefnum fyrir Safnahús.

Munavörður hefur umsjón með Munasafni sem er yfirheiti fyrir Listasafn Borgarness, Byggðasafn Borgarfjarðar og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar. Munavörður gerir fjárhagsáætlanir fyrir þessi söfn og ber faglega ábyrgð á því að varðveisla safnmuna standist kröfur um ábyrga minjavörslu. Hann mótar einnig varðveislu- söfnunar- og sýningarstefnu fyrir söfnin og hefur umsjón með minjageymslum. Munavörður veitir öðrum söfnum á Borgarfjarðarsvæðinu ráðgjöf á sviði geymslumála og hefur umsjón með fræðslu/miðlun til skólahópa og annarra gesta Safnahúss. Starfið er hálft stöðugildi til að byrja með, en starfshlutfallið verður endurskoðað um áramót.

 

Aðrir starfsmenn í Safnahúsi eru Sævar Ingi Jónsson bókavörður og Jóhanna Skúladóttir skjalavörður, bæði í fullu starfi. Forstöðumaður Safnahúss er Guðrún Jónsdóttir sem jafnframt gegnir starfi menningarfulltrúa Borgarbyggðar.

Categories:

Tags:

Comments are closed