Sigrún Elíasdóttir hefur verið ráðin í starf munavarðar við Safnahús Borgarfjarðar og hefur hún störf 1. ágúst. Sigrún er sagnfræðingur að mennt og stundar meistaranám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður unnið að ýmsum verkefnum fyrir Safnahús.