Í dag eru liðin 75 ár frá sjóslysinu mikla þegar rannsóknaskipið fræga Pourquoi-pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum. Þetta gerðist  þann 16. september 1936. Safnahús er ekki í stakk búið til að minnast slyssins sérstaklega núna, en það var gert myndarlega með uppsetningu sérstakrar sýningar í Englendingavík árið 2006. Safnið tekur þó alltaf við munum tengdum skipinu og bárust tveir slíkir á síðasta ári.  Einnig hefur örsýning um skipið verið uppi við lesaðstöðu í bókasafni síðan í ársbyrjun 2010. Þar má m.a. sjá líkan af skipinu, gert af Skúla Torfasyni, og rauðvínsflösku sem bjargað var úr flakinu af Eysteini Sveinbjörnssyni kafara sumarið 1961.  

Ljósmynd: líkanið og vínflaskan.

Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed