Um 60 manns sóttu Pálsstefnu í Borgarnesi á laugardaginn, en þar var verið að minnast bókavinarins Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð sem lést árið 1985. Páll var fæddur 20. júní 1909 og var málþingið því haldið á 100 ára afmæli hans, en hann gaf merkt bókasafn sitt í Borgarnes á sínum tíma.

Það voru helstu hugðarefni Páls sem tekin voru fyrir á þinginu: bókasöfnun, ljósmyndun og ferðalög. Þingið var haldið í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar sem reyndist hin besta umgjörð utan um slíkan minningardag. Viðburður þessi var haldinn af Safnahúsi Borgarfjarðar og Landbókasafni Íslands, í samvinnu við Héraðsskjalasafn Skagafjarðar og Ferðafélag Íslands og Menningarráð Vesturlands styrkti málefnið.

 

Að þinginu loknu fór hluti ráðstefnu gesta í gönguferð um Örnólfsdal sem farin var í boði Ferðafélags Íslands og í minningu Páls.

 

Myndir: Guðrún Jónsdóttir

 

Categories:

Tags:

Comments are closed