Kvenfélagskonur úr Borgarnesi á ferðalagi. Ljósmyndari ókunnur.
Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Frá 2001 hafa þau sameinast um árlegan kynningardag sem að þessu sinni er laugardagurinn 14. nóvember. Eitt markmiða skjaladagsins er að efla vitund fólks um að skjalasöfn séu tryggir vörslustaðir skjala og er fólk hvatt til að hafa sambandi við starfsfólk skjalasafna ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað á að gera við.

Þema skjaladagsins í ár á Íslandi er “Konur og kvenfélög” en Félag héraðsskjalavarða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands hefur staðið fyrir átaki á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Á vef skjaladagsins www.skjaladagur.is er sýnishorn af þeim skjölum sem kvenfélög víða um land hafa afhent á héraðsskjalasöfn auk ýmissa annarra skjala sem tengjast konum og hagsmunabaráttu þeirra. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar tekur þátt í norræna skjaladeginum með framlagi á vef skjaladagsins um Kvenfélag Borgarness og þátt þess í uppbyggingu Skallagrímsgarðsins í Borgarnesi.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed