Kvenfélagskonur úr Borgarnesi á ferðalagi. Ljósmyndari ókunnur. |
Þema skjaladagsins í ár á Íslandi er “Konur og kvenfélög” en Félag héraðsskjalavarða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands hefur staðið fyrir átaki á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Á vef skjaladagsins www.skjaladagur.is er sýnishorn af þeim skjölum sem kvenfélög víða um land hafa afhent á héraðsskjalasöfn auk ýmissa annarra skjala sem tengjast konum og hagsmunabaráttu þeirra. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar tekur þátt í norræna skjaladeginum með framlagi á vef skjaladagsins um Kvenfélag Borgarness og þátt þess í uppbyggingu Skallagrímsgarðsins í Borgarnesi.
Comments are closed