Norræni skjaladagurinn er að þessu sinni helgaður skjölum sem varpa ljósi á sögu einstaklinga. Af því tilefni verður opið í Safnahúsi frá kl. 14.00-17.00 en þar verður uppi sýning á skjölum og myndum tengdum persónuheimildum. Vefsíða hefur verið opnuð í tilefni dagsins www.skjaladagur.is.
Ljósmynd úr Héraðsskjalasafni. Myndin tekin á Hraunsnefi 1928. |
Efsta röð: Þorbjörn Ólafsson og Ásmundur Jónsson?. Miðröð: Olga Þorbjarnardóttir og Svafa Þorbjarnardóttir. Neðsta röð: Guðný Bjarnadóttir, tvær ónafngreindar, Stefanía Þorbjarnardóttir. Afhendari myndar er Bjarni Steinarsson og heimildarmenn: Kristján Ólafsson, Vigdís Pálsdóttir og Ragnar Olgeirsson.
Comments are closed