Borgfirðingar tóku vel á móti Böðvari Guðmundssyni rithöfundi í Safnahúsi í gærkvöldi þegar hann las upp úr nýrri bók sinni Sögur úr Síðunni. Fullt var út úr dyrum og afar góðar undirtektir áheyrenda. Við sama tækifæri komu fram ungir tónlistarmenn úr Hvítársíðu, heimasveit Böðvars, þær Ásta og Unnur Þorsteinsdætur sem léku á fiðlur, Fanney Guðjónsdóttir sem lék á píanó og Þorgerður Ólafsdóttir, sem söng við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Myndir eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli voru á veggjum í salnum og verk eftir Böðvar voru til sýnis í anddyri.

 

Böðvar Guðmundsson fæddist árið 1939 á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Eftir hann liggja ljóðabækur, leikrit og skáldsögur, en auk þess hefur hann þýtt fjölda erlendra verka fyrir börn og fullorðna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Austan Elivoga, kom út árið 1964. Skáldsögur hans um ferðir Íslendinga til Vesturheims hafa vakið mikla athygli og hlaut Böðvar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá síðari. Þær voru síðar færðar í sviðsbúning og settar upp í Borgarleikhúsinu leikárið 2004 – 2005. Böðvar hefur einnig samið fjöldann allan af söngtextum. Meðal þýðinga hans má finna verk eftir Heinrich Böll, Roald Dahl, Michael Ende og Astrid Lindgren. Böðvar hefur nú um langt skeið verið búsettur í Danmörku.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Elín Elísabet Einarsdóttir tók.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Böðvar og Finnur Torfi Hjörleifsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gestir spjalla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var þéttsetið í Safnahúsinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásta og Unnur Þorsteinsdætur

 

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed