Döggfall á vorgrænum víðum

veglausum heiðum,

sólroð í svölum og góðum

suðrænum blæ.

 

Stjarnan við bergtindinn bliknar,

brosir og slokknar,

óttuljós víðáttan vaknar

vonfrjó og ný.

 

Sól rís úr steinrunnum straumum,

stráum og blómum

hjörðum og söngþrastasveimum

samfögnuð býr.

 

Ein gengur léttfær að leita:

lauffalin gjóta

geymir nú gimbilinn hvíta,

gulan á brár.

 

Hrynja í húmdimmum skúta

hljóðlát og glitrandi tár.

 

Snorri Hjartarson

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed