Í morgun kom hópur krakka úr Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar í heimsókn í Safnahús. Þetta voru börn úr 4. og 5. bekk skólans og það var Ágústa Þorvaldsdóttir kennari þeirra sem hafði skipulagt ferðina. Börnin skoðuðu fyrst sýninguna Börn í 100 ár og fengu í upphafi leiðsögn og fróðleik um söguna. Vakti margt athygli þeirra og ekki síst baðstofan gamla frá Úlfsstöðum, sem er miðpunktur sýningarinnar.  Í lok heimsóknarinnar fóru börnin síðan á bókasafnið þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Voru mörg þeirra áhugasamir lesendur. 

 

Ljósmynd: Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður tók á móti krökkunum í bókasafninu og hér eru nokkrir nemendanna að kynna sér safnið.

 

Myndataka: Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed