|
Michail Sikorski Konsúll við hlið bókagjafarinnar. |
Það er óhætt að segja að Héraðsbókasafn Borgarfjarðar hafi fengið óvænta og gleðilega heimsókn síðdegis í dag. Á ferðinni var Michal Sikorski ræðismaður Póllands á Íslandi. Færði hann bókasafninu að gjöf bækur, hljóðbækur, tímarit og Dvd-diska, ýmist á pólsku eða með efni tengdu landinu. Með gjöfinni vill pólska ræðismannsskrifstofan leggja sitt að mörkum til þess að pólskir íbúar byggðarlagsins og aðrir áhugasamir finni efni við sitt hæfi á heimaslóð. Fyrr í dag kom Michal við í Grunnskólanum í Borgarnesi og færði skólanum orðabækur á pólsku að gjöf og átti einnig fund með löndum sínum.
Gjöf þessi er afar kærkominn og verður vonandi nýtt til hins ýtrasta af pólskum íbúum Borgarbyggðar í framtíðinni. Henni fylgir einnig bæklingur með nýútkomnum pólskum bókum sem sendiráðið mun útvega safninu óski gestir eftir einhverri þeirra. Er pólska ræðismanninum hér með færðar bestu þakkir fyrir afar kærkomna og höfðinglega gjöf.
Comments are closed