Michail Sikorski Konsúll við hlið bókagjafarinnar.
Það er óhætt að segja að Héraðsbókasafn Borgarfjarðar hafi fengið óvænta og gleðilega heimsókn síðdegis í dag. Á ferðinni var Michal Sikorski ræðismaður Póllands á Íslandi.  Færði hann bókasafninu að gjöf bækur, hljóðbækur, tímarit og Dvd-diska, ýmist á pólsku eða með efni tengdu landinu.  Með gjöfinni vill pólska ræðismannsskrifstofan leggja sitt að mörkum til þess að pólskir íbúar byggðarlagsins og aðrir áhugasamir finni efni við sitt hæfi á heimaslóð. Fyrr í dag kom Michal við í Grunnskólanum í Borgarnesi og færði skólanum orðabækur á pólsku að gjöf og átti einnig fund með löndum sínum.