Það var margt að skoða í Ásgarði |
Jón Blöndal við bækurnar |
Á dögunum kom beiðni frá aðstandendum bókasafns Kjósarhrepps þess efnis að Sævar Ingi héraðsbókavörður kæmi einn góðan dag í Ásgarð í Kjós að meta gamlar bækur með varðveislu sjónarmið í huga. Sér til fulltingis fékk Sævar hinn margfróða bókamann Jón Blöndal sem oft hefur lagt starfsfólki lið í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst á bóka- og skjalasafni.
Þann 22. marsl fengu þeir félagar sér rúnt í Kjósina og litu á bækurnar. Fannst þeim báðum gaman að koma í Ásgarð og glíma við verkefnið.
Comments are closed