Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 18. maí. Munu söfn víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Markmið hans er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Í Safnahúsi verður frítt inn á sýningar í tilefni dagsins og leiðsögn veitt er varðar íslenskt samfélag á 20. öld og ýmslegt fleira.  Opið verður 13.00 – 17.00 og fjórar sýningar eru í húsinu:

Börn í 100 ár – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar.
Ævintýri fuglanna – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar.
Refir og menn –  ljósmyndir Sigurjóns Einarssonar af refaveiðimönnum við vetrarveiði
Pourquoi pas – minningarsýning um strand franska rannsóknaskipsins við Mýrar árið 1936.

Þrjú söfn eru í Borgarfjarðarhéraði (ef Safnahús er talið eitt safn) og Akranes er með talið. Þar er Byggðasafnið á Görðum  sem býður upp á ókeypis aðgang á sýningar í dag. Hjá Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri hefur verið búin til rafræn örsýning í anda dagsins og má sjá hana á heimasíðu safnsins, www.landbunadarsafn.is.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „söfn og menningarlandslag.”  Þúsundir safna í 140 löndum taka þátt í alþjóðlega safnadeginum.

IMG_0771IMG_8393SIG_8486IMG_0941

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed