Fimmtudaginn 20. október kl. 17.00 heldur Ásdís Haraldsdóttir þjóðfræðingur fyrirlestur í tengslum við ljósmyndasýninguna Réttir sem nýverið var sett upp í Safnahúsinu. Í fyrirlestrinum  sem ber yfirskriftina Hvað er svona merkilegt við að fara í leitir? Veltir Ásdís upp þeirri spurningu hvað dregur fólk í leit og hvort munur sé á milli kynslóða hvað varðar áhuga á að fara í fjárleitir?

Í meistara ritgerð Ásdísar í þjóðfræði frá Háskóla Íslands um upplifun leitarmanna á Álfthreppingaafrétt, velti hún meðal annars fyrir sér hvað dregur fólk í leitir.  Þrátt fyrir að leitarmenn hefðu mismunandi ástæður fyrir að fara í leitir og aldurbilið mikið á milli þeirra sem hún ræddi við í tengslum við rannsókn sína voru sameiginlegir þræðir hvað varðar vilja fólks til að komast í fjárleitir og hjá sumum var áhuginn svo mikill að tala mætti um leitarþrá.  Í fyrirlestrinum á fimmtudaginn 20. október í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 17.00, segir Ásdís frá því sem viðmælendur hennar höfðu að segja um þessi mál og veltir upp hvort mikill munur sé á milli kynslóða hvað varðar áhuga á að fara í leitir? hvernig er staðan í núna? Þjást fermingarbörn nútímans af leitarþrá og geta ekki beið eftir að komast í leit fermingarárið, eins og eldri viðmælendur lýstu? Eftir erindi Ásdísar er tími fyrir spjall og spurningar gesta um það sem viðkemur leitum, réttum og smalamennskum. Auk þess verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Réttir sem nú prýðir veggi Safnahússins

Tags:

Comments are closed