Sunnudaginn 27. nóvember kl. 15.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi. Þar sýnir Jón R. Hilmarsson ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Megin viðfangsefni hans er birtan sem slær landslagið töfrum og framkallar liti sem linsan nær að fanga. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar. Húsið verður opið til kl. 18.00 þennan dag, en eftir það opið alla virka daga kl. 13.00 – 18.00. Allir velkomnir.
Sýning Jóns mun standa fram til áramóta.
Kl. 17.00 þennan dag verða ljósin tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll sem er í næsta nágrenni Safnahúss. Kjörið er að rölta þangað að lokinni opnun til að njóta hátíðardagskrár í tilefni upphafs aðventu.
Comments are closed