Á degi íslenskrar tungu í fyrra var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar sýning á frumsömdum ljóðum og myndskreytingum nemenda fimmtu bekkja í grunnskólum héraðsins. Þátttaka var mjög góð og áttu sumir nemendur fleiri en eitt ljóð.
Ákveðið hefur verið að gera þetta að árlegum viðburði og þann 16. nóvember n.k kl 17:00 verður formleg opnun sýningar á ljóðum núverandi nemenda fimmtu bekkja í sal Safnahússins á neðri hæð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sýningin mun standa yfir til jóla.
Comments are closed